Lykilorð – kennsluapp
Lykilorð er búið til af Bergmann Guðmundssyni, kennsluráðgjafa, til að vinna með orð og orðhluta í Byrjendalæsi. Úrvalið af kennsluöppum á íslensku er lítið og því fannst mér tilvalið að reyna að bæta þar úr með nokkrum sérhæfðum öppum og er Lykilorð eitt af þeim. Hægt er að sjá fleiri kennsluöpp með því að ýta á hnappinn hér að neðan.
Höfundur fékk styrk frá Þróunarsjóði námsgagna til þess að búa til appið og færi ég þeim mínar bestu þakkir fyrir.
Gögnin í orðabókinni eru úr Beygingarlýsingu íslensks nútímamáls og eru í eigu Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
Lykilorðavinna
Lykilorðavinna
Lotan hefst á því að kennari les texta, sögu, ljóð eða fróðleikstexta fyrir nemendur. Orð (kallað lykilorð) úr textanum er alltaf valið sem fulltrúi þess sem á að kenna. Ef kenna á stafina r og á, er valið orð með þeim stöfum t.d. strákar. Byrjað er á að finna orðin í lykilorðinu t.d. strákar > stráka, strá, rá, kar. Svo má rugla stöfunum og búa til ný orð úr þeim, t.d. krá, kast, tár. Kennari kennir sérstaklega hljóð og form stafanna rá og útbýr fjölbreytt verkefni til að þjálfa nýja færni, helst eru vinnubrögð felld inn í leiki og spil. Samhliða tæknivinnunni hefst enduruppbygging. Á þessu stigi semja nemendur frá eigin brjósti ýmislegt sem tengist orðaforða og/eða efni textans sem lesinn var í upphafi. Þannig geta þeir samið matseðil fyrir afmæli Bangsapabba í Dýrunum í Hálsaskógi, spunaleikið atburð í sögunni sem má taka nýja stefnu, skrifað leiðbeiningar um hvernig taka eigi á móti nýjum dýrum sem flytja í skóginn
Ýmislegt um Byrjendalæsi
Um Byrjendalæsi á Læsisvefnum
Meginmarkmið Byrjendalæsis er að börn nái góðum árangri í læsi sem allra fyrst á skólagöngu sinni. Þegar börn hefja nám í 1. bekk eru þau misjafnlega á vegi stödd. Sum þekkja stafi, önnur eru farin að lesa og svo er hópur sem þarf að læra alla stafina og hvernig á að vinna með þá….
Um höfundinn
Bergmann Guðmundsson er kennsluráðgjafi og verkefnastjóri í upplýsingatækni við Giljaskóla og Brekkuskóla á Akureyri ásamt því að hafa brennandi áhuga á samþættingu náms og tækni. Bergmann heldur úti vefsvæðunum Snjallkennsla.is og Kunnátta.is ásamt Hans Rúnari Snorrasyni, verkefnastjóra við Hrafnagilsskóla
Kynningarmyndband
Kynning á virkni forritsins og hvernig það virkar